Færslur: 2014 Júlí
06.07.2014 12:15
Strútur Júlí 2014
Lagði af stað í göngu með Vatn og heilsugönguhópnum þann 2.júlí og við skiluðum okkur til byggða á tilsettum tíma seinni partinn í dag. Að þessu sinni fórum við svokallaðan Strútsstíg, lögðum af stað frá Hólaskjóli og gengum í fínu veðri að Álftavötnum en þar var gist í eina nótt, Næsta dag var lagt af stað í sól og blíðu og gengið að Strútsskála, svona til að kæla okkur niður voru öðru hvoru smá skúrir öðru nafni "jöklakreistur sem prumpuðust yfir okkur". Böðuðum okkur í Strútslaug og einmitt þegar við vorum að koma okkur aftur í leppana fór að rigna enda veitti ekki af að kæla okkur aðeins eftir sjóðheita laugina. Gistum tvær nætur í Strútsskála en á föstudeginum fórum við í frábæra göngu á Strút og síðan í kringum hann. Nú í daga fengum við aldeilis fjölbreytt veður. Lögðum .af stað í strekkingi og nokkurri bleytu en síðan stytti upp og þá notuðum við tækifærið og kældum okkur niður með að vaða nokkra ála á ca 1 km kafla aldeilis hressandi. Þorði nú ekki öðru en að telja tærnar þegar ég kom upp úr síðasta álnum en þá fann ég ekki lengur fyrir tánum. Nú og einmitt þegar við vorum að klæða okkur í gönguskóna eftir fótabaðið fór að rigna. Áfram var haldið og þegar við vorum að vera komin að Hvanngili stytti upp þannig þá var um að gera að fara efri leiðina að skálanum svo kallaða Hnausa, þar uppi var um tíma snjókoma og hávaða rok. Komum að skálanum í Hvanngili þurr og sæl enda þurrt og hvasst síðasta spottann. Rúta sótti okkur síðan í skálann og keyrði hópinn á Selfoss. Þar hafi greinilega verið illviðri þannig hópurinn var helst á því að við ættum bara að koma okkur aftur upp á hálendið. Frábær ferð!! (Teksti Halla Eygló )
Skrifað af phrs
- 1
Flettingar í dag: 1807
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 756
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 361631
Samtals gestir: 36101
Tölur uppfærðar: 2.12.2024 21:52:31